
Samstarfsaðilar
Við gerum Kópavog betri með eftirtöldum fyrirtækjum : Stilling hf Valka ehf. Vatnsborun ehf Hegas ehf. Lind fasteignasala ehf. Litalausnir málningarþjónusta ehf Ljósvakinn ehf Arion banki Nordic Holding ehf. Svansprent ehf Kruðerí ehf. Straumver ehf PK Byggingar ehf. Tengi ehf. Ísbúð Vesturbæjar ehf. Sólbaðsstofan Sælan ehf. 18 Rauðar Rósir ehf Flotgólf ehf. Sérverk ehf. Nýja kökuhúsið ehf Stjörnublikk ehf Tokyo veitingar ehf. ALARK arkitektar ehf ÁF-Hús ehf Herramenn ehf Stálgæði ehf Hreint ehf. Íslyft ehf. Vinnuföt, heildverslun ehf Smáralind ehf. Reginn hf. BB44 Gisting ehf Teitur Jónasson ehf Allt í köku ehf. Fasteignasalinn slf. Dekkverk Dressmann á Íslandi ehf. Hár ný
Árangur
Árangur næst með samstarfi. Stundum hreppir einn sviðsljósið þótt yfirleitt hafi fleiri en einn og fleiri en tveir komið að verkefninu. Steve Jobs vann með Steve Wosniak, Bill Gates með Paul Allen, Gunnar þurfti Gylfa, Tom þurfti Jerry og Simmi þurfti Jóa. Einstaklingurinn getur verið sterkur en samvinna og samstarf skapar samræðu sem skilar sér í betri árangri. Saman erum við sterkari. Því hvetjum við fyrirtæki í Kópavogi til samstarfs og fyrsta skrefið er að gerast aðilar að Markaðsstofunni og þannig aðildarfélagar hennar.
Hlutverk og framtíðarsýn Markaðsstofu Kópavogs?
Markaðsstofan er brú á milli atvinnulífs og stjórnsýslu bæjarins jafnt sem tenging á milli mismunandi hagsmunahópa í bænum.
Hlutverk:
Að efla atvinnuþróun og bæta lífsgæði í Kópavogi.
Framtíðarsýn:
Kópavogur er það sveitarfélag á landinu þar sem eftirsóknaverðast er að stofna og reka fyrirtæki og fyrir fólk að búa, vinna og njóta samfélagslegra gæða.
Hvernig störfum við:
Markaðsstofa Kópavogs er frumkvæðis- og samræmingaraðili sem leiðir saman ólíka hagsmuni og sjónarmið í bænum í því skyni að efla samkeppnishæfni Kópavogs um íbúa, fyrirtæki og ferðamenn.