fbpx

Fréttir

Heimsmarkmiðin í Kópavogi – Vertu með

Kynnignarmyndband

Samstarfsaðilar

Árangur

Árangur næst með samstarfi.  Stundum hreppir einn sviðsljósið þótt yfirleitt hafi fleiri en einn og fleiri en tveir komið að verkefninu. Steve Jobs vann með Steve Wosniak, Bill Gates með Paul Allen, Gunnar þurfti Gylfa, Tom þurfti Jerry og Simmi þurfti Jóa.  Einstaklingurinn getur verið sterkur en samvinna og samstarf skapar samræðu sem skilar sér í betri árangri. Saman erum við sterkari. Því hvetjum við fyrirtæki í Kópavogi til samstarfs og fyrsta skrefið er að gerast aðilar að Markaðsstofunni og þannig aðildarfélagar hennar.

Gerast aðildarfélag að Markaðsstofu Kópavogs

Samvinna og árangur

Markaðsstofan vinnur að því að laða jafnt atvinnustarfsemi og íbúa til bæjarins og styrkja þar með samfélagið í Kópavogi. Það gerir hún með öflugu markaðsstarfi og kynningu á kostum Kópavogs og tækifærum sem þar er að finna. Markaðsstofan er sjálfstæð stofnun sem fjármögnuð er af Kópavogsbæ og fjölda vildarfyrirtækja í Kópavogi sem sjá tækifæri í að byggja upp og styrkja samstarf íbúa, fyrirækja og stjórnenda bæjarins.

Ávinningur

Með þátttöku og samstarfi eflist samfélagið og fyrirtækjaumhverfið. Við sköpum aukin verðmæti fyrir fyrirtækið þitt um leið og Markaðsstofan eflist í starfi sínu. Þannig sjáum við fleiri tækifæri en ella og náum betri árangri.  Fyrirtækið þitt hefur með þátttöku í Markaðsstofunni atkvæðisrétt á aðalfundi og fulltrúi þess getur boðið sig fram til stjórnarsetu.  Þannig hefur þú áhrif á starfsemi Markaðsstofunnar.  Markaðsstofa Kópavogs er í góðu sambandi við stjórnsýslu bæjarins og á Markaðsstofunni er dýrmæt reynsla þegar kemur að markaðsstarfi, stefnumótun, fjölmiðlun, nýsköpun, þjónustu og almannatengslum. Náin samvinna opnar augun fyrir nýjum tækifærum og tengingum.

Fyrirtæki í Kópavogi geta gerst aðilar að Markaðaðstofunni og fengið þannig aðgang að öflugu starfi Markaðstofunnar.  Markaðsstofan býður félögum sínum upp á margvisslega þjónustu, t.d. eru í boði námskeið, hádegisfundir,  mentor-kerfi.   Markaðstofan býður upp á að aðstoða fyrirtæki í grunnuppbyggingu markaðstarfs og í kjölfarið að aðstoða félög í að koma markaðststarfi sínu af stað.

Þú getur gerst aðili að Markaðsstofu Kópavogs núna með þvi að fylla út formið hér til hliðar.  Aðildargjaldið er eingöngu kr. 15.000,- á ári.

Saman eflum við Kópavog.

Gerast aðildarfélag

Saman náum við árangri! Aðildargjald er eingöngu kr. 15.000,- á ári. Skráðu þig hér fyrir neðan.

Hlutverk og framtíðarsýn Markaðsstofu Kópavogs?

Markaðsstofan er brú á milli atvinnulífs og stjórnsýslu bæjarins jafnt sem tenging á milli mismunandi hagsmunahópa í bænum.

Hlutverk:
Að efla atvinnuþróun og bæta lífsgæði í Kópavogi.

Framtíðarsýn:
Kópavogur er það sveitarfélag á landinu þar sem eftirsóknaverðast er að stofna og reka fyrirtæki og fyrir fólk að búa, vinna og njóta samfélagslegra gæða.

Hvernig störfum við:
Markaðsstofa Kópavogs er frumkvæðis- og samræmingaraðili sem leiðir saman ólíka hagsmuni og sjónarmið í bænum í því skyni að efla samkeppnishæfni Kópavogs um íbúa, fyrirtæki og ferðamenn.

Ræðum saman!