Entries by

Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn í sína starfsemi. Markaðsstofa Kópavogs heldur utan um verkefnið í samvinnu við Kópavogsbæ, sem hefur unnið að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2018. Fyrirtækin sem hafa skrifað undir eru Íslandsbanki, Reginn, Sky Lagoon,Prófító bókhaldshús, BYKO, Festi, Valka, […]

20&SJÖ mathús & bar, nýr veitingastaður í Kópavogi

Fjölskylduveitingastaðurinn 20&SJÖ mathús & bar við Víkurhvarf 1 í Kópavogi var opnaður í mars síðastliðnum af hjónunum Helga Sverrissyni og Arndísi Þorgeirsdóttur og syni þeirra Hring. Staðurinn, sem er rúmgóður og fallega innréttaður með gott útsýni yfir Elliðavatn, hefur fengið góðar viðtökur hjá íbúum hverfisins og annarra sælkera sem margir koma langt að til að […]

Heimir Jónasson fyrrverandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs er látinn

Heim­ir Jónas­son fyrrverandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans laug­ar­dag­inn 28. mars sl. eftir erfið veikindi. Heim­ir var fram­kvæmda­stjóri Markaðsstofu Kópa­vogs frá miðju ári 2016 fram á mitt ár 2018. Heim­ir starfaði áður m.a. sem dag­skrár­stjóri Stöðvar 2, sem fram­leiðslu­stjóri hjá Lata­bæ, þjálf­ari hjá Dale Car­negie og um ára­bil rak hann eigið markaðsfyr­ir­tæki; Icelandic […]

Morgunfundur Markaðsstofu Kópavogs og Íslandsbanka.

Forsvarsmönnum fyrirtækja í Kópavogi er boðið til morgunfundar um efnahagshorfur fyrir 2020 og 2022 sem haldinn verður föstudaginn 21 febrúar nk. kl. 8:00 til 9:00 í útibúi bankans á 1. hæð í Norðurturni að Hagasmára 3, 201 Kópavogi, Á fundinum mun Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka fara yfir […]

Hættum að hnýta umferðarhnúta

Á síðustu árum hefur umferð á höfuðborgarsvæðinu aukist verulega og nú er svo komið að á álgstímum færist umferðin áfram á gönguhraða.  Skipulagsyfirvöld eru ekki að ná tökum á viðfangsefninu, bættar samgöngur virðast kalla á fleiri bíla og illa gengur að auka notkun almannasamgangna. Lausnir miða allar að því að stækka og auka flutningsgetu kerfisins. […]

Kópavogur er enginn svefnbær

Viðtal við Sigurð Sigurbjörnsson varaformann stjórnar Markaðsstofu Kópavogs. Kópavogur er sjálfbær hvað varðar fjölda framboðinna starfa í bænum, hvort sem litið sé til fjölda launþega í Kópavogi eða á hlutfall veltu fyrirtækja í Kópavogi af heildarumsvifum á íslenskum fyrirtækjamarkaði. Þetta sýna tölur sem Markaðsstofa Kópavogs hefur tekið saman. „Við höfum oft þurft að hlusta á […]