Entries by

Kafbátaframleiðandi á Kársnesinu

Hátæknifyrirtækið Teledyne Gavia ehf., sem framleiðir ómannaða kafbáta, er staðsett á Kársnesinu í Kópavogi. Fyrirtækið er í eigu bandaríska fyrirtækisins Teledyne Technologies Incorporated. Fyrirtækið framleiðir kafbáta sem sigla ómannaðir og er þeim ætlað að leysa verkefni neðansjávar, verkefni sem ekki er hagkvæmt að framkvæma með stærri og dýrari lausnum. Viðfangsefnin geta verið hernaðarleg, viðskiptaleg eða […]

MR.JOY, nýr vegan/grænmetisstaður í Kópavogi.

Á horninu á Auðbrekku og Dalbrekku er lítill og fallegur vegan/grænmetis staður sem ber nafnið MR.JOY. Staðurinn er í sama húsnæði og Mamma Veit Best. MR.JOY er lítið fjölskyldufyrirtæki með risastórt hjarta og mikinn metnað. „Við viljum vera lítið umhverfisvænt fjölskyldufyrirtæki, sem býður upp á ferska góða og holla framleiðslu, unna úr ferskasta og besta […]

50 ára fjölskyldufyrirtæki í Kópavogi

Þvegillinn er fjölskyldufyriræki sem var stofnað af Gunnlaugi Einassyni og fjölskyldu árið 1969 og er fyrirtækið því 50 ára nú í ár. Fyrirtækið var stofnað á heimili Gunnlaugs við Álfhólsveg og hefur alltaf verið með heimilisfesti í Kópavogi. Helstu verkefnin Í upphafi voru að hreingera og bóna sjúkra- og skurðstofur á Borgarspítalanum í Fossvogi en […]

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Markaðsstofa Kópavogs bauð fulltrúum fyrirtækja í Kópavogi á opinn fund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Á fundinum flutti Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð erindi um mikilvægi þess að rekstraraðilar tileinki sér samfé­lags­lega ábyrga starfs­hætti og tækifæri þeim tengdum. Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ fór einnig yfir innleiðingu Kópavogsbæjar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra […]

Skýrsla stjórnar Markaðsstofu Kópavogs, starfsárið 2018 – 2019

Á ársfundi Markaðsstofu Kópavogs þann 10. september 2018 voru fjórir nýir stjórnarmenn tilnefndir af bæjarstjórn Kópavogsbæjar, þau Helga Hauksdóttir, Sigurður Sigurbjörnsson, Tómas Þór Tómasson og Elvar Bjarki Helgason. Fyrir í stjórn voru Svava Grímsdóttir, Eygló Karólína Benediktsdóttir og Tómas Hafliðason, kjörin á ársfundi 2017. Stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, þann […]

Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2019

Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2019 verður haldinn miðvikudaginn 28. ágúst nk. kl. 12:00  í Molanum, Hábraut 2, 200 Kópavogi. Á fundinum verða þrír fulltrúar fyrirtækja og einn til vara kjörnir í stjórn félagsins. Forsvarsmenn aðildarfélaga eru hvattir til að gefa kost á sér til stjórnarsetu næstu tvö árin. Dagskrá aðalfundar: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. […]

Kópavogsháls er menningarhæð höfuðborgarsvæðisins

Kópavogur er þátttakandi í markaðsverkefninu „Reykjavik Loves“ þar sem höfuðborgarsvæðið er kynnt sem ein heild gangvart erlendum ferðamönnum. Höfuðborgarstofa stýrir verkefninu í samvinnu við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og er markmið þess er að dreifa ferðamönnum betur um höfuðborgarsvæðið og stuðla þannig að betri nýtingu þjónustu og afþreyingar. Hin ýmsu svæði höfuðborgarinnar eru kynnt undir nafni […]

PURE DELI hefur opnað nýjan stað í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Pure Deli opnaði sumarið 2017 í Urðarhvarfi 4, efst í Kópavogi. Að stofnun hans stóðu nokkrir matgæðingar með ástríðu fyrir góðum lífsstíl og heiðarlegum, bragðgóðum, hollum mat. Pure Deli leggur áherslu á ferskan og góðan mat, góða þjónustu og gott andrúmsloft. Á matseðlinum eru m.a. súrdeigspizzur, vefjur, salöt, súpur og djúsar ásamt kaffi og […]