Entries by

HEIMSMARKMIÐIN Í KÓPAVOGI

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnu Kópavogsbæjar og verður Kópavogur þar með fyrsta sveitarfélag á Íslandi til þess að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti. Kóapvogur, í samstarfi við OECD, er þátttakandi í brautryðjendaverkefni ásamt átta öðrum bæjarfélögum/borgum víða úr heiminum um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna. Aðrir […]

Ferðaþjónusta í Kópavogi

Markaðsstofa Kópavogs og  Kópavogsbær boðuðu rekstraraðila í ferðaþjónustu í Kópavogi til fundar til að ræða stöðu ferðaþjónustu í bænum. Á fundinn mættu fulltrúar ferðaþjónustu í Kópavogi, forsvarsmenn ferðamála hjá Kópavogsbæ ásamt fulltrúum frá Marakðsstofu Kópavogs. Fundarstjóri var Björn Jónsson frá Markaðsstofu Kópavogs og fór hann í upphafi fundarins yfir tölulegar staðreyndi um umfang ferðaþjónustu í Kópavogi. […]

Morgunfundur Markaðsstofu Kópavogs og Íslandsbanka.

Markaðsstofa Kópavogs og Íslandsbanki buðu forsvarsmönnum fyrirtækja í Kópavogi til morgunfundar þriðjudaginn 12 febrúar sl. kl. 8:00 til 9:00 í útibúi bankans að Hagasmára 3. Vel var mætt og fundarmenn áhugasamir um erindi Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka sem fór yfir efnahagshorfur fyrir þetta ár og hið næsta samkvæmt nýuppfærðri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Eftir að […]

Tannlæknastofa Kópavogs opnar í Kórahverfi

Tannlæknastofa Kópavogs hóf starfemi í Kórahverfinu nýlega. Stofan er staðsett á þriðju hæð í nýju og glæsilegu húsnæði við Vallarkór 4 (sama hús og Krónan) og er eina tannlæknastofan í póstnúmeri 203. Þess má geta að aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott og næg bílastæði eru á staðnum. Nýja stofan er búin nýjustu tækjum og […]

Hreinsunarátak á atvinulóðum á Kársnesi

Síðustu vikuna í nóvembermánuði stóð Kópavogsbær fyrir hreinusnarátaki á Kársnesi í samstarfi við fyrirtæki og byggingaraðila á svæðinu. Endurvinnslugámum var komið fyrir við Bakkabraut 9 þar sem fyrirtæki gátu losað sig við málma, timbur, plast og pappa án kostnaðar. Starfsmenn áhaldahúss Kópavogs voru á svæðinu til að hirða rusl og annað dót sem var utan […]

Neyðarþjónustan flytur í Kópavoginn

Neyðarþjónustan ehf. var stofnuð árið 1988 og verður því 30 ára á árinu.  Félagið var stofnað til að sinna almennri  lásasmíði, lásaviðgerðum og hvers konar neyðaropnunum, hvort sem um er að ræða húsnæði, bíla eða hirslur. Fyrirtækið flytur nú að Skemmuveg 4 og mun reka þar verkstæði og verslun með lásatengdar vörur s.s. lykla, skrár, […]

Tryggingastofnun Ríkisins flytur í Kópavog

Tryggingastofnun Ríkisins er nú að flytja starfsemi sína frá miðbæ Reykjavíkur á miðsvæði höfuðborgarinnar í Smárahverfinu, en stofnunin verður til húsa að Hlíðarsmála 11. Hús­næðið tel­ur tæpa 2.600 fer­metra á fjór­um hæðum en meg­in­starf­semi Trygg­inga­stofn­un­ar verður á þrem­ur hæðum. Starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar eru nú um 110 tals­ins. Ekki er langt síðana að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu flutti […]

Íþróttabíll Kóapvogs

  Að frumkvæði Markaðsstofu Kópavogs hafa íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK sameinast um akstur á yngstu félögum sínum frá frístundaheimilum skólanna á íþróttaæfingar félaganna. Akstur hófst mánudaginn 3. september og verður þjónustan veitt, foreldrum að kostnaðarlausu, alla daga sem frístundarheimili eru opin í vetur. Tveir bílar verða á ferðinni frá kl. 13:30 til kl. 16:30 […]

Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2018

Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2018 var haldinn í Molanum mánudaginn 10. september sl. Stjórnarformaður Markaðsstofunnar Anna María Bjarnadóttir setti fundinn og lagði til að Jón Halldórsson sæi um fundarstjórn og Björn Jónsson ritaði fundargerð og var það samþykkt samhljóða. Hún flutti síðan skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir þau margbreytilegu verkefni sem Markaðsstofan hefur sinnt […]

Hvernig á að verjast innbrotum og þjófnaði?

    Markaðsstofa Kópavogs boðaði til hádegisfundar hjá Öryggismiðstöðinni að Askalind 2, 201 Kópavogi, miðvikudaginn 29. ágúst. Fundurinn var haldinn í glæsilegu húsnæði Öryggismiðstöðvarinnar og var tekið á móti gestum með veglegum veitingum. Á fundinum flutti Ómar Rafn Halldórsson sérfræðingur í öryggismálum skemmtilegt og fróðlegt erindi um hegðun brotafólks og helstu aðferðir sem notaðar eru […]