Nú er hafin markviss uppbygging utarlega á Kársnesinu í Kópavogi. Fyrir á svæðinu voru að mestu gamlar eignir sem nú hafa verið fjarlægðar og í staðin verða reist glæsileg íbúðarhús þar sem lögð er áhersla á vandaða hönnun og efnisval. Bryggjuhverfið er þegar vel á veg komið og reiknað er með að fyrstu íbúðir vestar á nesinu verði tilbúnar síðar á árinu.
Markaðsstofa Kópavogs í samstarfi við Kópavogsbæ og verktaka á svæðinu vinnur að gerð vefsíðu sem sýnir svæðið í þrívíðri mynd. Vefsíðan mun gefa gott yfirlit yfir heildarsvæðið en jafnframt verður mögulegt að þysja inn og skoða svæðið og einstaka eignir í nærmynd. Markaðsstofan vann sambærilegt verkefni fyrir Glaðheimasvæðið á síðasta ári sem skoða má á https://www.gladheimahverfid.is/.