Markaðsstofa Kópavogs boðaði til hádegisfundar hjá Öryggismiðstöðinni að Askalind 2, 201 Kópavogi, miðvikudaginn 29. ágúst.

Fundurinn var haldinn í glæsilegu húsnæði Öryggismiðstöðvarinnar og var tekið á móti gestum með veglegum veitingum. Á fundinum flutti Ómar Rafn Halldórsson sérfræðingur í öryggismálum skemmtilegt og fróðlegt erindi um hegðun brotafólks og helstu aðferðir sem notaðar eru við innbrot í fyrirtæki. Hann benti á ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir og gaf góð ráð um það sem fyrirtæki ættu að huga að til að minnka áhættu sína og mögulegt tjón.

Öryggismál eru vaxandi þáttur í daglegum rekstri fyrirtækja og vakti erindi Ómars fundargesti til umhugsunar um málaflokkinn og mikilvægi þess að sofa aldei á verðinum því þá er voðinn vís.

Markaðsstofan þakkar Öryggismiðstöðinni fyrir mjög áhugaverðan og skemmtilegan fund og

frammúrskarandi góðar móttökur og veitingar.

Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn mánudaginn 10. september kl. 12:00 í Molanum, Hábraut 2, 200 Kópavogi.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar 2017/2018
  3. Reikningar félagsins lagðir fram. (Ársreikningur 2017)
  4. Ákvörðun árgjalds
  5. Lagabreytingar (tillögur til breytinga á samþykktum)
  6. Tilnefning Kópavogsbæjar á nýjum stjórnarmönnum kynnt
  7. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara
  8. Önnur mál
  9. Fundargerð lesin og samþykkt
  10. Fundi slitið

Samkvæmt 7. gr. samþykktar Markaðsstofu Kópavogs eiga þeir sem greitt hafa árgjald félagsins kjörgengi  og kosningarétt á aðalfundinum.

Allir aðildarfélagar að Markaðsstofu Kópavogs eru boðnir hjartanlega velkomnir.  Þeir sem vilja gerast aðilar fyrir aðalfund félagsins geta haft samband með tölvupósti á markadsstofa@kopavogur.is eða í síma 864 8830.

Stjórn Markaðsstofu Kópavogs.