Markaðsstofa Kópavogs boðaði til hádegisfundar hjá Öryggismiðstöðinni að Askalind 2, 201 Kópavogi, miðvikudaginn 29. ágúst.
Fundurinn var haldinn í glæsilegu húsnæði Öryggismiðstöðvarinnar og var tekið á móti gestum með veglegum veitingum. Á fundinum flutti Ómar Rafn Halldórsson sérfræðingur í öryggismálum skemmtilegt og fróðlegt erindi um hegðun brotafólks og helstu aðferðir sem notaðar eru við innbrot í fyrirtæki. Hann benti á ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir og gaf góð ráð um það sem fyrirtæki ættu að huga að til að minnka áhættu sína og mögulegt tjón.
Öryggismál eru vaxandi þáttur í daglegum rekstri fyrirtækja og vakti erindi Ómars fundargesti til umhugsunar um málaflokkinn og mikilvægi þess að sofa aldei á verðinum því þá er voðinn vís.
Markaðsstofan þakkar Öryggismiðstöðinni fyrir mjög áhugaverðan og skemmtilegan fund og
frammúrskarandi góðar móttökur og veitingar.