Neyðarþjónustan ehf. var stofnuð árið 1988 og verður því 30 ára á árinu. Félagið var stofnað til að sinna almennri lásasmíði, lásaviðgerðum og hvers konar neyðaropnunum, hvort sem um er að ræða húsnæði, bíla eða hirslur.
Fyrirtækið flytur nú að Skemmuveg 4 og mun reka þar verkstæði og verslun með lásatengdar vörur s.s. lykla, skrár, læsingar og hurðapumpur auk fleiri vara tengdum öryggisbúnaði og aðgangsstýringum. Forritun og smíði bíllykla er stór þáttur í starfseminni en einnig uppsetning, ráðgjöf og viðgerðavinna auk þess sem fyrirtækið sér um að loka vettvangi eftir innbrot og veðurtjón, m.a. með rúðuskiptum og viðgerðum á hurðum.
Hjá Neyðarþjónustunni starfa aðeins lásasmiðir með hreint sakavottorð sem fá bestu þjálfun sem í boði er hverju sinni. Lásasmiðir Neyðarþjónustunnar eru metnaðarfullir og leggja sig fram um að afla sér þekkingar á sínu sviði og fylgjast með nýjungum, enda örar tækniframfarir á þessu sviði.
“Barn í bíl” – Neyðarþjónustan veitir ókeypis lásaopnun þegar börn eru læst inni í bíl og vill fyrirtækið þannig sýna samfélagslega ábyrgð og senda jákvæð skilaboð til samfélagsins.
Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt og eru starfsmenn nú orðnir 14.
Markaðsstofa Kópavogs býður Neyðarþjónustuna velkomna í Kóapvoginn.