Síðustu vikuna í nóvembermánuði stóð Kópavogsbær fyrir hreinusnarátaki á Kársnesi í samstarfi við fyrirtæki og byggingaraðila á svæðinu.

Endurvinnslugámum var komið fyrir við Bakkabraut 9 þar sem fyrirtæki gátu losað sig við málma, timbur, plast og pappa án kostnaðar. Starfsmenn áhaldahúss Kópavogs voru á svæðinu til að hirða rusl og annað dót sem var utan lóða og límdu aðvörunarmiða á bíla, gáma og aðra lausamuni sem voru í leyfisleysi á bæjarlandi.

Góð þátttaka var í átakinu og mikið magn af rusli, bílhræjum og öðrum úrgangi var fjarlægt af svæðinu og því komið til endurvinnslu.

Gaman var að sjá góða samstöðu um að gera umhverfið hreinna og snyrtilegra.