Veitingastaðurinn Pure Deli opnaði sumarið 2017 í Urðarhvarfi 4, efst í Kópavogi. Að stofnun hans stóðu nokkrir matgæðingar með ástríðu fyrir góðum lífsstíl og heiðarlegum, bragðgóðum, hollum mat. Pure Deli leggur áherslu á ferskan og góðan mat, góða þjónustu og gott andrúmsloft. Á matseðlinum eru m.a. súrdeigspizzur, vefjur, salöt, súpur og djúsar ásamt kaffi og bakkelsi. Einnig er boðið upp á vegan og glúteinlausa rétti auk þess sem hægt er að panta veitingar í veislur og á fundi. Um helgar er vinsælt að mæta í „bröns“ en Brunchplattinn á Pure Deli er sannkallaður sælkera platti. Á honum er nýbakað súrdeigsbrauð með pesto,indianchicken salati,klettasalati,avocado & serrano hráskinku, belgísk vaffla m/þeyttum rjóma, berjum & súkkulaði sósu, grísk jógúrt m/berjum & hunangi, ávextir,kaffi og djús.
Að sögn Jóns Arnars Guðbrandssonar rekstraraðila staðarins hefur góður stígandi verið í rekstrinum. Við erum hverfisstaður sem er hugsaður fyrir nágranna okkar sem vilja góðan og notalegan veitingastað og kaffihús í sínu hverfi. Í Urðarhvarfi erum við staðsett stutt frá góðum gönguleiðum og fallegum náttúruperlum, eins og Rauðvatni, Elliðavatni og Heiðmörk og í Gerðarsafni í Hamraborg geta gestir og gangandi notði listagóðs matar í fallegu og menningarlegu umhverfi. Einkunnarorð okkar eru „Við trúum á að njóta augnabliksins með góðum og heilsusamlegum mat í fallegu umhverfi“ segir Jón Arnar að lokum.
Markaðsstofa Kópavogs fagnar þessari góðu viðbót við veitingaflóru Hamraborgarinnar og hvetur Kópavogsbúa til að koma og kynna sér hvað staðurinn hefur uppá að bjóða.