Heimir Jónasson fyrrverandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. mars sl. eftir erfið veikindi.
Heimir var framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs frá miðju ári 2016 fram á mitt ár 2018. Heimir starfaði áður m.a. sem dagskrárstjóri Stöðvar 2, sem framleiðslustjóri hjá Latabæ, þjálfari hjá Dale Carnegie og um árabil rak hann eigið markaðsfyrirtæki; Icelandic Cowboys. Hann útskrifaðist úr University of Television and Film í München í Þýskalandi árið 1995 og lauk MBA-námi frá Háskóla Íslands árið 2017.
Stjórn Markaðsstofu Kópavogs sendir fjölskyldu Heimis innilegar samúðarkveðjur.
Markaðsstofa Kópavogs
Hlíðasmári 10
200 Kópavogi
Sími: 864 8830
markadsstofa@kopavogur.is
Kennitala: 560713-1180