Heim­ir Jónas­son fyrrverandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans laug­ar­dag­inn 28. mars sl. eftir erfið veikindi.

Heim­ir var fram­kvæmda­stjóri Markaðsstofu Kópa­vogs frá miðju ári 2016 fram á mitt ár 2018. Heim­ir starfaði áður m.a. sem dag­skrár­stjóri Stöðvar 2, sem fram­leiðslu­stjóri hjá Lata­bæ, þjálf­ari hjá Dale Car­negie og um ára­bil rak hann eigið markaðsfyr­ir­tæki; Icelandic Cow­boys. Hann út­skrifaðist úr Uni­versity of Televisi­on and Film í München í Þýskalandi árið 1995 og lauk MBA-námi frá Há­skóla Íslands árið 2017.

Stjórn Markaðsstofu Kópavogs sendir fjölskyldu Heimis innilegar samúðarkveðjur.