Heimsókn í Ryk

Reykvíkingur í Kópavogi & leyndarmálin: Vörugæði og þarfir viðskiptavinarins og stöðugt mat á þörfum hans er Kristínu Kristjánsdóttur hönnuði efst í huga þegar ég spyr hana um Verslun hennar, RYK í Bæjarlind 1-3. Glampi í augum og kraftur einkennir hana. Verslunin tók fyrstu skrefin fyrir nokkrum árum á Klapparstíg en fór á flug í Bæjarlindinni.