Glaðheimar – Þorp í miðju mannlífsins
Markaðsstofa Kópavogs og átta byggingarfyrirtæki hafa tekið höndum saman um kynningarátak sem Markaðsstofan leiðir, nýtt þorp í rótgrónu umhverfi í hjarta Kópavogs. Samstarfið er einstakt og gefur betri yfirsýn en gengur og gerist við uppbyggingu hverfis.
Sameiginleg reynsla byggingarfyrirtækjanna, samstarf þeirra og samkeppni skilar glæsilegu hverfi á einstökum stað.
Skólar, verslanir, heilbrigðisþjónusta, íþróttamannvirki, veitingastaðir, tómstundastarf og fleira er í göngu- og hjólafæri, útlit húsa og almenningssvæða úthugsað og íbúðirnar í Glaðheimum sérlega bjartar og rúmgóðar með áherslu á lífsgæði og þægindi.
Áhugasamir geta með nýstárlegum hætti kynnt sér möguleikana í Glaðheimum, því opnuð hefur verið vefsíðan gladheimhverfid.is en þar er ekki einungis hægt að fá ítarlegar upplýsingar um hverfið og samstarfsaðila, heldur einnig skoða á sérstöku þjónustukorti alla nauðsynlega þjónustu, hversu langt er í hana og hver hún er. Þá má ekki gleyma að á vefnum er hægt að skoða allt hverfið, göngustíga, lýsingar, græn svæði og jafnvel einstaka byggingar í 360° útsýnisferð.
Glaðheimar er svo sannarlega spennandi nýjung sem vert er að skoða enn frekar.