Björn Jónsson verkefnastjóri Markaðsstofu Kópavogs

Björn Jónsson hefur tekið að sér starf verkefnastjóra Markaðsstofu Kópavogs og mun stýra starfi stofunnar næstu mánuði í veikindaleyfi framkvæmdastjóra hennar.

Björn hefur mikla reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja auk þess sem hann hefur starfað sem rekstrarráðgjafi síðustu árin. Í störfum sínum sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdrifinna fyrirtækja hefur hann m.a. leitt stefnumótun og stýrt markaðsstarfi og söludeildum.

Björn er menntaður viðskiptafræðingur af sölu og markaðssviði með próf í straumlínustjórnun frá SME og er viðurkenndur bókari.

Björn er upp alinn Kópavogsbúi og því óhætt að segja að hjarta hans slái fyrir málefni bæjarins.

Markaðsstofa Kópavogs býður Björn hjartanlega velkominn til starfa.