Á myndinni er Helgi Hjálmarsson stofnandi Völku að sýna Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vatnsskorin bolfiskflök.
Valka flytur í Vesturvörina
Hátæknifyrirtækið Valka flutti nýlega í nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar að Vesturvör 29 í Kópavogi. Til að fagna þessum tímamótum bauð fyrirtækið viðskiptavinum og velunnurum til fagnaðar.
Fyrirtækið er sannkallað Kópavogsfyrirtæki. Það er stofnað af kópavogsbúanum og verkfræðingnum Helga Hjálmarssyni og flytur nú innan Kópavogs, úr Ögurhvarfinu í Vesturvörina. Fyrirtækið var stofnað á árinu 2003 og fyrsta árið vann Helgi einn í fyrirtækinu. Síðan hefur fyrirtækið stækkað og starfsfólki fjölgað í rúmlega 60. Með metnaði og dugnaði starfsfólks og stjórnenda er fyrirtækið orðið leiðandi aðili í heiminum í þróun og framleiðslu á hátæknibúnaði fyrir sjávarútveg.
Markaðsstofa Kópavogs sendir Völku hamingjuóskir á þessum tímamótum.
Valka er aðildarfélagi að Markaðsstofu Kópavogs.