Fræðandi og skemmtilegur hádegisfundur.

Markaðsstofan boðaði félaga sína til hádegisfundar þriðjudaginn 24. apríl sl. Fundurinn var vel sóttur og tóku gestir vel á móti fyrirlesaranum Jóni Halldórssyni frá Kvan ehf. sem upplýsti viðstadda um hvernig byggja megi upp sterka liðsheild til að ná frammúrskarandi árangri. Fróðlegt og skemmtilegt erindi sem náði vel til viðstaddra.

Markaðsstofan þakkar félögum fyrir mætinguna og Jóni fyrir hans frábæra framlag.