Markaðsstofa Kópavogs boðaði rekstraraðila í Hamraborg til vinnufundar fimmtudaginn 17. maí sl. þar sem farið var yfir stöðu Hamraborgarinnar sem verslunar- og þjónustsvæðis.

Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri Kópavogsbæjar fór yfir samþykkt bæjarráðs frá 23. mars sl. um „Hönnun á miðsvæði  á Kópavogshálsi“ og kynnti nokkrar skemmtilegar hugmyndir um breytingar á svæðinu. Góðar umræður urðu á fundinum, hugmyndir voru ræddar og fram komu góðar tillögur um það sem lagfæra má nú þegar. Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs kom inn á fundinn og tók þátt í hugmyndaflugi um Hamraborg framtíðarinnar.

Markaðsstofan mun vinna frekar úr þeim fjölmörgu góðu hugmyndum sem fram komu og í framhaldi leggja fram tillögur til bæjaryfirvalda um aðgerðir til úrbóta, í samráði við rekstraraðila í Hamraborg. Allir sem hafa uppbyggjandi hugmyndir um það sem lagfæra má og bæta á Hamraborgarsvæðinu eru hvattir til að hafa samband við Markðsstofu Kópavogs, markdsstofa@kopavogur.is.