Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn mánudaginn 10. september kl. 12:00 í Molanum, Hábraut 2, 200 Kópavogi.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar 2017/2018
  3. Reikningar félagsins lagðir fram. (Ársreikningur 2017)
  4. Ákvörðun árgjalds
  5. Lagabreytingar (tillögur til breytinga á samþykktum)
  6. Tilnefning Kópavogsbæjar á nýjum stjórnarmönnum kynnt
  7. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara
  8. Önnur mál
  9. Fundargerð lesin og samþykkt
  10. Fundi slitið

Samkvæmt 7. gr. samþykktar Markaðsstofu Kópavogs eiga þeir sem greitt hafa árgjald félagsins kjörgengi  og kosningarétt á aðalfundinum.

Allir aðildarfélagar að Markaðsstofu Kópavogs eru boðnir hjartanlega velkomnir.  Þeir sem vilja gerast aðilar fyrir aðalfund félagsins geta haft samband með tölvupósti á markadsstofa@kopavogur.is eða í síma 864 8830.

Stjórn Markaðsstofu Kópavogs.