Tannlæknastofa Kópavogs hóf starfemi í Kórahverfinu nýlega. Stofan er staðsett á þriðju hæð í nýju og glæsilegu húsnæði við Vallarkór 4 (sama hús og Krónan) og er eina tannlæknastofan í póstnúmeri 203. Þess má geta að aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott og næg bílastæði eru á staðnum. Nýja stofan er búin nýjustu tækjum og tækni og má m.a. nefna að í tannlæknastólnum er hægt að horfa á spjaldtölvu með hljóðdeyfandi heyrnatólum.

Tannlæknar stofunnar eru þau Birgir Pétursson og Kolbrún Edda Haraldsdóttir og munu þau bjóða uppá alla almenna tannlæknaþjónustu. Að sögn Birgis og Kolbrúnar verður lögð áhersla á góða persónulega þjónustu og verður m.a. opið fram á kvöld á fimmtudögum.

Markaðsstofa Kópavogs hvetur Kópavogsbúa til að taka vel á móti nýju tannlæknastofunni og aukinni þjónustu í hverfinu.

Nánari upplýsingar má finna hér.