Markaðsstofa Kópavogs og Íslandsbanki buðu forsvarsmönnum fyrirtækja í Kópavogi til morgunfundar þriðjudaginn 12 febrúar sl. kl. 8:00 til 9:00 í útibúi bankans að Hagasmára 3. Vel var mætt og fundarmenn áhugasamir um erindi Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka sem fór yfir efnahagshorfur fyrir þetta ár og hið næsta samkvæmt nýuppfærðri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka.

Eftir að Bjarki hafði lokið sínu erindi kynntu Eyrún Huld Harðardóttir og Ragnar Trausti Ragnarsson Meistaramánuð Íslandsbanka.

Boðið var uppá léttan morgunverð og fóru gestir vel upplýstir og mettir af fundinum.

Markaðsstofan þakkar Íslandsbanka fyrir góðar móttökur og þáttakendum fyrir mætinguna.