Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnu Kópavogsbæjar og verður Kópavogur þar með fyrsta sveitarfélag á Íslandi til þess að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti. Kóapvogur, í samstarfi við OECD, er þátttakandi í brautryðjendaverkefni ásamt átta öðrum bæjarfélögum/borgum víða úr heiminum um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna. Aðrir þátttakendur í verkefninu er m.a. New York borg og Osaka í Japan.
Síðustu misseri hefur verið unnið markvisst að því að móta framtíðar stefnu fyrir bæjarfélagið. Á vefslóðinni https://www.kopavogur.is/heimsmarkmidin má finna samantekt þessarar vinnu sem samanstendur af hlutverki, framtíðarsýn, gildum og yfirmarkmiðum sem eru fengin úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Með þessari markvissu vinnu hefur yfirstjórn bæjarins sýnt frumkvæði og stefnufestu þar sem sammtíma verkefni munu taka mið af langtíma sýn fyrir bæjarfélagið í heild.
Markaðsstofan fagnar metnaði og faglegum vinnubrögðum.