Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2019 verður haldinn miðvikudaginn 28. ágúst nk. kl. 12:00  í Molanum, Hábraut 2, 200 Kópavogi.

Á fundinum verða þrír fulltrúar fyrirtækja og einn til vara kjörnir í stjórn félagsins. Forsvarsmenn aðildarfélaga eru hvattir til að gefa kost á sér til stjórnarsetu næstu tvö árin.

Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins 2018
4. Ákvörðun árgjalds
5. Kosning fulltrúa fyrirtækja í stjórn
6. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara
7. Önnur mál

Samkvæmt 7. gr. samþykktar Markaðsstofu Kópavogs eiga þeir sem greitt hafa árgjald félagsins kjörgengi og kosningarétt á aðalfundinum.  Þeir sem vilja gerast aðilar fyrir aðalfund félagsins geta haft samband með tölvupósti á markadsstofa@kopavogur.is eða í síma 864 8830.

Allir aðildarfélagar að Markaðsstofu Kópavogs eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn.