Markaðsstofa Kópavogs býður fulltrúum fyrirtækja í Kópavogi á opinn fund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. september nk. kl. 12:00 til 13:00 í Molanum, Hábraut 2, 200 Kópavogi.

Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, ræðir mikilvægi þess að rekstraraðilar tileinki sér samfé­lags­lega ábyrga starfs­hætti og tækifæri þeim tengdum. Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ mun einnig fara yfir innleiðingu Kópavogsbæjar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Boðið verður uppá léttar veitingar.

Fundurinn er opinn forsvarsmönnum fyrirtækja í Kópavogi. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku með tölvupósti til markadsstofa@kopavogur.is eða í síma 864 8830.