Markaðsstofa Kópavogs býður fulltrúum fyrirtækja í Kópavogi á opinn fund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. september nk. kl. 12:00 til 13:00 í Molanum, Hábraut 2, 200 Kópavogi.
Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, ræðir mikilvægi þess að rekstraraðilar tileinki sér samfélagslega ábyrga starfshætti og tækifæri þeim tengdum. Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ mun einnig fara yfir innleiðingu Kópavogsbæjar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Boðið verður uppá léttar veitingar.
Fundurinn er opinn forsvarsmönnum fyrirtækja í Kópavogi. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku með tölvupósti til markadsstofa@kopavogur.is eða í síma 864 8830.