Markaðsstofa Kópavogs bauð fulltrúum fyrirtækja í Kópavogi á opinn fund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Á fundinum flutti Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð erindi um mikilvægi þess að rekstraraðilar tileinki sér samfé­lags­lega ábyrga starfs­hætti og tækifæri þeim tengdum. Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ fór einnig yfir innleiðingu Kópavogsbæjar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Framsögumenn fengu margar góðar spurningar og fjörurgar umræður urðu um málaflokkinn.

Markaðsstofan þakkar Hrund og Auði fyrir þeirra góðu framsögu og þátttakendum fyrir mætingu og jákvæða þátttöku.

Á myndinni er Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.