Á horninu á Auðbrekku og Dalbrekku er lítill og fallegur vegan/grænmetis staður sem ber nafnið MR.JOY. Staðurinn er í sama húsnæði og Mamma Veit Best. MR.JOY er lítið fjölskyldufyrirtæki með risastórt hjarta og mikinn metnað. „Við viljum vera lítið umhverfisvænt fjölskyldufyrirtæki, sem býður upp á ferska góða og holla framleiðslu, unna úr ferskasta og besta lífræna hráefni sem völ er á segir Reynir Hafþór Reynisson sem rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni Írisi Mjöll Eiríksdóttur.

Frá því að MR.JOY opnaði sl. vor hefur verið boðið upp á heita súpu, sem kynnt er sem „Töfrandi heita súpa dagsins, sem vermir, léttir lund og gerir kraftaverk fyrir heilsuna“. Súpan er vegan og glútenlaus, súrdeigsbrauð fylgir með og hægt er að bæta við hummus. Nýlega hafa þau bætt við “Rétt dagsins” sem er heitur og hollur vegan réttur, sem hægt er að fá í heilum og hálfum skömmtum. Þá framleiða þau einnig syndsamlega góðar súkkulaðihrákökur og hummus og einnig grænt og rautt pesto. Þá hafa vegan /grænmetis mr.joy-minilokurnar, fersku djúsarnir og hinir næringarríku smoothies notið gríðarlegra vinsælda alveg frá upphafi. Sama má segja um skafísinn sem framleiddur er af Joylato. „Við leggjum metnað okkar í að bjóða gott lífrænt ræktað hráefni og allar okkar umbúðir eru lífrænar því þær eru búnar til úr plöntum. Við hvetjum líka fólk að koma með sín eigin ílát og fá afslátt í staðinn“ segir Reynir

Það er notalegt að stoppa við hjá MR.JOY í nokkrar mínútur og taka með sér hollan og góðan mat eða njóta hans á staðnum. Það má með sanni segja að MR.JOY sé eitt best geymda leyndarmálið í Kópavogi.