BREYTINGAR Á AÐLASKIPULAGI Á HAMRABORGARSVÆÐINU

Markaðsstofa Kópavogs boðaði rekstraraðila í Hamraborg til upplýsingafundar um vinnslutillögu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi svæðisins. Fundurinn var haldinn í samstarfi við skipulagssvið Kópavogsbæjar og var hugsaður til að gefa rekstraraðilum tækifæri til að koma ábendingum sínum á framfæri en hann var ekki hluti af lögbundnu kynningarferli vegna skipulagsbreytinga. Vegna samkomubanns var fundurinn haldinn með fjarfundarbúnaði og voru fundargestir því staðsettir hver á sínum stað en mynd og hljóð flutt á skjáinn með nútíma tækni. Þrátt fyrir smávægilega hnökra í byrjun, þar sem þátttakendur voru að máta sig við hið nýja fundarform, þá tókst framkvæmd fundarins með ágætum. Fullrúar skipulagsmála kynntu fyrirliggjandi vinnslutilögu um breytingar á Fannborgarreit og Traðarreit og þá var einnig kynnt vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið. Góðar umræður urðu um málið þótt að ekki hafi allir verið á eitt sáttir um ágæti hugmynda um uppbyggingu á svæðinu og var þá helst tekist á um hæð fyrirhugaðra bygginga og byggingarmagn.

Frestur til að koma athugasemdum og ábendingum á framfæri við Kópavogsbæ er til 29. apríl 2020. Fyrirtæki á miðbæjarsvæðinu eru hvött til að kynna sér vinnslutillöguna og láta álit sitt í ljós því sameiginlegt markmið okkar er að gera góðan bæ enn berti.

Kynningu á vinnslutillögum má finna á upptöku frá kynningarfundi sem haldinn var með fjarfundarbúnaði fimmtudaginn 19. mars sl. Kynning

Vinnslutillöguna sjálfa má finna hér – Vinnslutillaga