Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 27. maí kl. 12:00 í Molanum, Hábraut 2.
          Dagskrá
          1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
          2. Skýrsla stjórnar
          3. Reikningar félagsins 2019
          4. Ákvörðun árgjalds
          5. Tilnefning Kópavogsbæjar á nýjum stjórnarmönnum kynnt
          6. Kosning skoðunarmanna reikninga
          7. Önnur mál
Samkvæmt 7. gr. samþykktar Markaðsstofu Kópavogs eiga þeir sem greitt hafa árgjald félagsins kjörgengi og kosningarétt á aðalfundinum. Þeir sem vilja gerast aðilar fyrir aðalfund félagsins geta haft samband með tölvupósti á markadsstofa@kopavogur.is eða í síma 864 8830.
Til að unnt verði að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fundargesta eru aðilar beðnir um að tilkynna mætingu á netfangið markadsstofa@kopavogur.is fyrir fundinn.
 
Stjórn Markaðsstofu Kópavogs.