RUBIX er leiðandi fyrirtæki í Evrópu í sölu á varahlutum og iðnaðarvörum til viðgerða og rekstrar. RUBIX á Íslandi er með tvær starfsstöðvar, á Dalvegi 32a í Kópavogi er til húsa verslun, skrifstofa, vöruhús og verkstæði og á Reyðarfirði er starfsemi sem þjónustar Alcoa Fjarðaál með sérsniðna og víðtæka þjónustu á sviði vöruhúsa og aðfanga vegna varahuta og rekstrarvara. Hjá fyrirtækinu er starfandi 35 manna hópur ráðgjafa og sérfræðinga.

í samtali segir Jóhann Eðvald Benediktsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins m.a. „Stefna RUBIX er að vera markaðsleiðandi fyrirtæki á sínu sviði, sem þjónustar fyrirtæki með sérsniðnar lausnir. Við störfum undir sterkum gildum samstæðunnar. Vð leggjum áherslu á að innleiða í okkar daglega starf gildin okkar þar sem við erum heiðarleg, tökum ábyrgð og framkvæmum, erum forvitin og gefumst ekki upp. RUBIX á Íslandi vill færa fyrirtækjum á Íslandi aðgang að vöruframboði sem ekki hefur þekkst áður hér á landi. Það er markmið og stefna okkar að bjóða fyrirtækjum upp á heildarlausnir sem styðja og efla rekstur hvers fyrirtækis fyrir sig. Er það von okkar að þjónustuframboð okkar og það vöruúrval sem er í boði geri fyrirtækjum kleift að einfalda þeirra rekstur með notkun á okkar nútíma lausnum.“

Með samstarfi við Markaðsstofu Kópavogs um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í daglega starfsemi okkar viljum við undirstrika samfélagslega ábyrgð okkar og sýn á framtíðina, segir Jóhann að lokum.