Atvinnu og frumkvöðlasetur í Kópavogi – Hugmyndasamkeppni um nafn.

Í byrjun marsmánaðar opnar Markaðsstofu Kópavogs Atvinnu- og frumkvöðlasetur í Kópavogi. Setrið verður rekið með stuðningi Kópavogsbæjar og atvinnulífsins í bænum með Íslandsbanka og NTV skólann sem helstu bakhjarla. Markmið með stofnun setursins er að styðja einstaklinga til að koma sínum eigin viðskiptahugmyndum í framkvæmd og efla þannig nýsköpun og fjölga störfum í bæjarfélaginu. Í boði verður skapandi og hvetjandi umhverfi fyrir frumkvöðla, sem eru í leit að þekkingu og lausnum til að koma eigin hugmyndum í framkvæmd og skapa sér atvinnutækifæri. Samfélag, fræðsla og handleiðsla veitir skjól til útungunar góðra hugmynda og öflugt tengslanet kemur þeim í framkvæmd.

Óskað er eftir tillögum að nafni á setrið. Nafni sem lýsir góðum stað þar sem jákvæðni og sköpunarkraftur ræður ríkjum.

Tillögur skal senda á markadsstofa@kopavogur.is