Deloitte ehf. undirritar viljayfirlýsingu um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, tækni- og stefnumótunarráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landssvæði með ríflega 330.000 sérfræðingum.

Höfuðstöðvar Deloitte á íslandi eru í Kópavogi en auk þess rekur fyrirtækið 10 starfsstöðvarnar víðsvegar um landið og í heildina starfa um 270 starfsmenn hjá félaginu.

Við erum stolt af því að vera hluti af alþjóðlegu félagi sem tekur því alvarlega að hafa þýðingarmikil áhrif á samfélagið. Metnaðarfull markmið hafa verið sett hjá Deloitte á heimsvísu um samfélagsábyrgð sem miðar að því að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, auka jafnrétti, efla nýsköpun og stuðla að aukinni sjálfbærni í umhverfi okkar. Með samstarfi við stjórnvöld, sjálfseignarstofnanir, fyrirtæki og einstaklinga, hönnum við og útfærum lausnir sem stuðla að sjálfbærri og farsælli framtíð fyrir alla. Undanfarin ár hefur Deloitte á Íslandi fylgt mælanlegum markmiðum alþjóðafyrirtækisins í umhverfismálum með WorldClimate-verkefninu og tekið þátt í samfélagslegri uppbyggingu með WorldClass-framtakinu. Bæði verkefnin ná til ársins 2030 og er mælanleiki og árangur þessara verkefna metið árlega.

Með undirritun viljayfirlýsingar Markaðsstofu Kópavogs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sýnum við skuldbindingu okkar í verki með öðrum nágrannafyrirtækjum og stofnunum um sjálfbæra þróun í bæjarfélaginu. Segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson forstjóri Deloitte á Íslandi.