Miðvikudaginn 22. september bauð Markaðsstofa Kópavogs til opinnar gönguferðar með upphaf og endi við Guðmundarlund og var göngutími um 90 mínútur. Tilefnið var að kynna tillögur Markaðsstofunnar að merkingum á gönguleiðum í kringum Elliðavatn og út frá Guðmundarlundi í tengslum við verkefni sem Markaðsstofan er að vinna, að ósk ferðaþjónustuaðila í bænum. Einnig var gangan tengd við Evrópska samgönguviku sem stóð yfir dagana 16.-22. september sl.

Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs veitti leiðsögn og boðið var uppá léttar veitingar í húsakynnum Skógræktarfélagsins í lok göngunnar.

Vegna veðurs var upphaflegri tímasetningu göngunnar frestað um einn sólarhring en þrátt fyrir það mættu um 40 gönguglaðir bæjarbúar til að kynna sér þetta frábæra göngusvæði í björtu og stilltu veðri, sem lék við hópinn.

Að sögn Björn Jónssonar hjá Markaðsstofu Kópavogs var gangan í alla staði frábærlega vel heppnuð, fróðleg og skemmtileg undir styrkri leiðsögn Kristinns. Við söknuðum þó forráðamanna bæjarins sem boðnir voru sérstaklega velkomnir.

Hér fyrir neðan eru myndir frá göngunni ásamt tillögum frá Markaðsstofunni um gönguleiðir til að merkja.