Málning hf er fyrirtæki vikunnar hjá Markaðsstofu Kópavogs en tæp 70 ár eru liðin síðan fyrirtækið var stofnað í Kópavogi. Fyrirtæki vikunnar er valið af Markaðsstofunni í samvinnu við Kópavogspóstinn.

Haukur Baldvinsson er aðstoðarframkvæmdastjóri Málningar hf og Kópavogspósturinn heyrði í honum og forvitnaðist nánar um starfsemi fyrirtækisins.

,,Málning er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1953 og hátt í 40 manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Málning stendur fyrst og fremst fyrir góðar vörur og góða þjónustu. Langstærsti hlutinn af þeim vörum sem við seljum eru framleiddar hér á Dalveginum, við bjóðum því upp á íslenskar vörur fyrir íslenskar aðstæður. Umhverfismál hafa alltaf verið hátt skrifuð hjá Málningu og sem dæmi um það var félagið fyrst á markað með vatsnþynnta málningu stuttu eftir stofnun þess. Í umhverfisstefnu Málningar kemur m.a. fram að öll spillefni og sorp séu flokkuð í samræmi við óskir förgunaraðila. Málning er með grænt bókhald þar sem koma fram tölulegar upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað hjá okkur en grænt bókhald snýst um að gefa upplýsingar um þætti sem geta ollið neikvæðum umverfisáhrifum af okkar framleiðslu”, segir Haukur m.a. í viðtalinu.

Hér má sjá allt viðtalið við Hauk sem birtist í Kópavogspóstinum

Markaðsstofa Kópavogs mun áfram kynna fyrirtæki vikunnar í samstarfi við Kópavogspóstinn.