Nú þegar jólahátíðin gengur í garð eykst annríki okkar þar sem hefbundinn jólaundirbúningur og önnur verk tengd árstíðinni taka oft drjúgan tíma. Við könnumst öll við þetta annríki, sem sumir vilja kalla jólastress og fylgir gjarna snúningum við að sækja eitt og annað sem okkur vanhagar um aðdraganda jóla. Í desember taka þessir snúningar oft lengri tíma þar sem margir eru á ferðinni og umferðinni miðar hægt.
Eflaust gera margir sér ekki grein fyrir því við fyrstu sýn hversu fjölbreytt þjónustuúrval er innan Kópavogs en í bænum okkar er fjölbreytt úrval stórra sem smárra fyrirtækja sem bjóða gott úrval vöru og þjónustu. Að versla í heimabæ er haghvæmt af ýmsum ástæðum. Við styðjum við þá þjónustu sem við viljum hafa í okkar nær umhverfi og eflum atvinnu í Kópavogi þar sem sífellt fleiri búa og starfa innan bæjarmarkanna. Við drögum einnig úr umferð og þar með mengun og eyðum minn tíma föst í umferðinni.
Þessir þættir tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um atvinnu og hagvöxt og aðgerðir í loftlagsmálum en Kópavogur hefur verið leiðandi sveitarfélag í innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi svo eftir er tekið.
Það er eftirsóknarverkt fyrir íbúa Kópavogs að innan bæjarins sé sem fjölbreyttast þjónustuframboð og fyrir atvinnulífið og ekki síst smærri fyrirtæki, getur jólavertíðin skipt miklu máli um vöxt og viðgang þeirrar þjónustu sem í boði er í nærumhverfi okkar. Fjölbreytta þjónustu tryggjum við best með því að versla innan bæjarmarkanna eins og kostur er. Það er okkur öllum til hagsbóta.
Sækjum ekki vatnið yfir lækinn.
Jólakveðja frá Markaðsstofu Kópavogs.