Sýningin Verk og vit 2022 var haldin helgina 24.-27. mars sl. Sýningin er ætluð þeim sem koma að byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð á ýmsum stigum s.s sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar-og þjónustufyrirtækjum.

Sýningin fangaði áhuga fagaðila og almennings en alls komu um 25.000 gestir á sýninguna, en þetta var í fimmta sinn sem sýningin var haldin.

Kópavogur var þátttakandi í sýningunni og á bás bæjarins var lögð áhersla á að kynna uppbyggingarsvæði í bænum sem tengjast fyrirhugaðri lagningu Borgarlínu. Mikil aðsókn var á bás Kópavogsbæjar og allmenn ánægja með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í bæjarfélaginu. Kópaovgur og Reykjavík voru með samliggjandi bása sem tengdir voru með mynd að fyrirhugaðri brú yfir Fossvoginn. Básinn var valinn einn af þremur áhugaverðustu básum sýningarinnar.

Markaðsstofa Kópavogs sá um undirbúning og framkvæmd sýningarinnar í nánu samstarfi við Umhverfissvið bæjarins.