Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn kl. 15:00, föstudaginn 2. september, að Hótel Kríunesi, Vatnsenda við Elliðavatn.
Á dagskrá fundarins, auk hefðbundinna aðalfundastafa, verður kynnign á tillögum um uppbyggingu “Nýsköpunar og hátækniseturs” á Kársnesi” sem taka mið af stefnumörkun í málefnasamningi nýs meirihluta um uppbyggingu nýsköpunarseturs, hátækniklasamyndun og eflingu samstarfs við háskólana.