Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra heimsótti Skóp í fylgd Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra og fleiri gesta mánudaginn 6. febrúar sl. Gestir gáfu sér góðan tíma í að skoða aðstöðuna, ræða starfsemi setursins og eiga samtal við þátttakendur. Þátttakendur upplifðu einlægan áhuga á þeirra verkefnum og jákvæðni í garð starfseminnar frá ráðherra, bæjarstjóra og öðrum gestum.