Litir & föndur á miðjunni

„Ég legg mikið upp úr því að mæta veita góða þjónustu. Fólki finnst gott að koma hingað á Smiðjuveg 5 – við erum svo miðsvæðis og nóg af bílasstæðum“. Nákvæmlega Lalli – höfuðborgarbúar vita ekki að Kópavogur er miðjan á höfuðborgarsvæðinu! Kíktu í Kópavog – við erum á miðjunni! 

Markaðsstofan leit við í einni mögnuðustu sérverslun landsins til að sjá enn eitt af skemmtilegu leyndarmálunum í Kópavogi. Held að Litir & Föndur hljóti að hafa verið stofnað áður en ég fæddist. Hitti Lalla sem á fyrirtækið með foreldrum sínum. Hann er semsagt önnur kynslóðin af þessu góða fyrirtæki og búinn að þjóna viðskiptavinum í versluninni í 26 ár! 

Vá hvað ég man þegar maður kom inn að kaupa teikniblokkir og teikniblíanta þegar ég var gutti … það var svo góð lykt af blýöntunum. Nú fór ég inn að kaupa sérstakt lím sem notað er til að búa til slím. Já slím! Dóttir mín er búa til slím.

Við þurfum að passa vel upp á svona demanta í verslunarflórunni.