Markaðsstofan er brú á milli atvinnulífs og stjórnsýslu bæjarins jafnt sem tenging á milli mismunandi hagsmunahópa í bænum.
Markaðsstofa Kópavogs er sjálfstæð stofnun sem fjármögnuð er af Kópavogsbæ og fjölda aðildarfyrirtækja í Kópavogi, sem sjá tækifæri í að byggja upp og styrkja samstarf íbúa, fyrirækja og stjórnenda bæjarins. Færni Markaðsstofu Kópavogs liggur í bakgrunni og reynslu stjórnarmanna og framkvæmdastjóra hennar. Markaðsstofan rekur atvinnu- og nýsköpunarsetrið Skóp sem opnað var á vormánuðum 2021.
Hlutverk:
Að efla atvinnuþróun og bæta lífsgæði í Kópavogi.
Framtíðarsýn:
Kópavogur er það sveitarfélag á landinu þar sem eftirsóknaverðast er að stofna og reka fyrirtæki og fyrir fólk að búa, vinna og njóta samfélagslegra gæða.
Hvernig störfum við:
Markaðsstofa Kópavogs er frumkvæðis- og samræmingaraðili sem leiðir saman ólíka hagsmuni og sjónarmið í bænum í því skyni að efla samkeppnishæfni Kópavogs um íbúa, fyrirtæki og ferðamenn.
Hvernig náum við árangri?
Markaðsstofan nær árangri með því að beina kröftum sínum að skýrum og afmörkuðum lykilverkefnum sem falla að hlutverki hennar og stuðla að því að gera framtíðarsýn að veruleika.
a) Að vera vettvangur samráðs milli sveitarfélags og fyrirtækja um eflingu atvinnulífs
b) Vinna markvisst að atvinnu- og nýsköpun
c) Að styrkja ímynd Kópavogs, sem þungamiðju höfuðborgarsvæðisins, með markvissu kynningar- og markaðsstarfi
d) Að styrkja Kópavog sem áfangastað ferðamanna
e) Að vinna að uppbyggingu spennandi viðburða í Kópavogi
Stjórn Markaðsstofu Kópavogs
Í stjórn Markaðsstofu Kópavogs sitja eftirtaldir aðilar
Fyrir hönd Kópavogsbæjar:
-
Kristín Amy Dyer, formaður
Teitur Erlingsson
Kristján Ingi Gunnarsson
Ólafur Björnsson
Fyrir hönd aðildarfyrirtækja í Kópavogi sitja:
-
Ásgeir Haukur Guðmundsson, varaformaður
Katrín Helga Reynisdóttir, gjaldkeri
Friðrik Ómarsson
Varamenn:
-
Sigurður Sigurbjörnsson
Hrefna Hilmisdóttir
Karen Kristine Pye
Framkvæmdastjóri:
-
Björn Jónsson
Samþykktir (skipulagsskrá) fyrir Markaðsstofu Kópavogs ses.
Framsýni i skipulagi við stjórn Kópavogsbæjar og ástríða fyrir að skapa gott samfélag og framúrskarandi umhverfi einkennir Kópavog. Faglegt starf íþróttafélagaanna og árangur þeirra í tómstunda- og afreksíþróttastarfi er öðrum bæjarfélögum fyrirmynd.

Markaðsstofa Kópavogs
Hlíðasmári 10
200 Kópavogi
Sími: 864 8830
markadsstofa@kopavogur.is
Kennitala: 560713-1180